<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 30, 2004

Hvað er hægt að segja á þessum síðustu og verstu tímum.
Lögreglan, barnaverndaryfirvöld, íþróttaálfurinn, reiðir foreldrar í breiðholtinu, osmodiar, starfsfólk Celtic cross og 14 ára sonur upp á holti. Hvað á þetta fólk sameiginlegt?
Jú þau vilja öll ná í mig ef tekið er mið af hegðun minni síðustu tvær helgar. (nema íþróttaálfurinn, það er meira svona óskhyggja hjá mér)

Þar af leiðandi er mjög takmarkað hvað ég get látið útúr mér hér. Menningarnóttin var fín að mörgu leiti mætti snemma og drakk mig í hel upp á Arnarhóli. Það sem gerðist eftir að hafa farið þaðan er ekki hægt að segja frá nema kannski að ég var að tala við Katý,eriks soster) og það var fögur stelpa sem labbaði fram hjá mér og það sást í G-strengin hennar. Ég hef eitthvað "thing" fyrir g strengjum þannig að ég ákvað að bróka hana við lítin fögnuð hennar, og hélt svo áfram að tala við Katý á meðan að stelpan fékk móðursýkiskast, skil nú ekki slíkan æsing, hvað er smá brókartog á milli vina?
Ég datt svo heldur betur í lukkupottinn daginn eftir. Ég fann 10 bjóra á sunnudagsmorgunin eftir að hafa vakið helga og önnu og farið á rúntinn með þeim. Gleði mín var svipuð og ef ég hefði fundið Silfur Egils, ég hef einmitt lengi leitað að því.


Ekkert markvert að gerast á sjónum nema að ég er loksins laus í endan á september. Það markverðasta sem gerðist var að klósettið neitaði að sturta niður. Já það er rétt maður þurfti að skíta í fötu eða poka. Ég skeit í fötu með poka inn í. Eins og góðum félaga sæmir þá hengdi ég að sjálfsögðu pokan á stjórntækin á krananum. Það vakti ekkert voðalega mikla kátinu enda þurfti ég að hlaupa í burtu eins og óður maður þegar að pokan var grýtt í átt til mín. Fróðir menn segja að viðbrögð mín hafi verið mun sneggri en hjá köttum þegar að pokinn kom fljúgandi. Ég hef lengi vitað að ég væri snöggur, þær fáu stelpur sem ég hef fengið að sofa hjá i gegnum ævina hafa sagt mér það.

Aðdáendaklúbbur D hefur tekið nýja og helskemmda beygju. Þetta fer að verða áreiti en ekki aðdáun. Nenni ekki að skrifa um það(hægt að sjá hja huginn). Hins vegar sá hún okkur stuttu seinna og þar með er hulunni af okkur svipt. Ég býst við nálgunarbanni mjög bráðlega.

Svo er það ferð til Benidorm. Helvítis helvítis helvíti. Ef ég fer þá get ég bara verið í viku, en eins og staðan er núna þá er ég ekki mjög bjartsýnn. En jesús dúdda mía, þetta mun vera helskemmd ferð og því verð ég að komast með til að reyna að halda aftur af mönnum og hafa smá stjórn á þeim. Því eins og allir vita þá er ég ábyrgi, góði,edrú og þekki muninn á "réttu og röngu" vinurinn í hópnum, er svona bremsan.

En þá er það frí í viku, þar sem ég ætla að gera soldið sem ég hefði átt að gera fyrir langa löngu. En það er að gera NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT

Og já, ég á afmæli á morgun. Verð þá tvítugur í skipti nr.6 Ég verð heima á milli kl 16-18 til að taka á móti gjöfum. Kransar og leiðinleg gæludýr eru afþökkuð.


|

laugardagur, ágúst 14, 2004

Fékk eitthvað járn helvíti í hausinn út á sjó. Allt var á fullu þannig að ég þurfti að hlaupa afram og redda togvírnum. Þá fann ég eitthvað heitt og þægilegt skríða niður hausin á mér. Jújú mikið rétt þetta var blóð og ég komin með nokkuð feitan skurð á hausinn. Ég fer inn og skipstjórin skoðar mig og er að vega og meta hvort eg þurfi að fara á spitalan á isafirði til að sauma skallan.
Mér varð hugsað til fullorðinsmyndarinnar "Sven er syg" sem ég sá um daginn. Hún er um Sven sem fékk fótbolta í hausinn og fór á spítala. Þar tóku Helga og Inge á móti honum. Og þær kunnu svo sannarlega að hjúkra veikum mönnum. Sven fékk meira að segja svampþvott á miðfætinum þó að boltin hefði farið í hausinn hans. Ég hlyti að fá eitthvað miklu miklu meira fyrir að fá járn í hausinn. Ég brosti út að eyrum og hlakkaði til að fara upp á spítala.
En skipstjórin ákvað að það þyrfti ekki.
Heimur minn hrundi.
Mig langaði að upplifa ævintýri Sven. Einn í áhöfninni hafði einhvern tíman saumað saman skurð á hendi og einhvern tíman sláturkeppi í sveitinni. Ég er fitukeppur þannig að þetta átti að vera nánst það sama. Þar sem að ég hélt að hann væri að grínast þegar að hann sagði að hann myndi sauma þetta þá hló ég bara létt. Nei nei mætir gaurinn ekki inn og fer að týna út úr skáp læknagræjurnar, þar á meðal nál. Það var þarna sem ég þurfti að ákveða hvort ég myndi byrja að gráta eða að bíta á jaxlin. Öllu heldur taka biggan á þetta. Mig langaði að fara að gráta en nei á endan var biggin tekin. Og viti menn nálin var þrædd.

Ég sat þarna rólegur og bjóst við einhverjum sársauka þar sem að ég var ekkert deyfður en NEI þetta var enginn SMÁ SÁRSAUKI þetta var VIÐBJÓÐUR. Mig langaði að æpa, grenja, pissa, hoppa í sjóinn, bara hvað sem er til að losna. Mest af öllu langaði mig í MÖMMUtil að halda í hendina á mér.

Hann stakk nálinni í hausinn á mér og var að fara að klára saumin þegar að hann sagði að hann treysti sér ekki í þetta því skurðurin væri eins og V og hann þurfti að raka hárið í burtu
YESSSSS hugsaði ég, ég fæ þá að fara á spítalan eftir allt saman og upplifa ævintýri eins og Sven. En NEIIIIII það var ákveðið að binda um þetta. Semsagt setja grisju og svo tape í kringum hausin. Og já takið eftir ég sagði tape, ekki heftiplástur, heldur rautt tape. Niðurstaðan var sárabindi á hausnum, haldið niðri með rauðu tape undir hökuna. Ég leit út eins og versti spassi í heimi. Eftir að hafa klárað daginn og þurft að skipta nokkrum sinnum um umbúðir, fá endalaust af sjó í hausinn og smá marglitu komst ég loksins inn til að skoða sárið. Það var viðbjóður og hár mitt var ógeðslegt, blóðrautt og massivt klesst. Það var á þessum tímapunkti sem ég felldi tár, féll á hnén og fór að biðja. Ég þakkaði Allah, hinum góða og miskunsama, fyrir að ég skyldi ekki hafa fæðst rauðhærður.


|

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Ég man álika mikið eftir getnaði mínum og fæðingu eins og ég man eftir verslunarmannahelginni. Þessi helgi var BARA asnaleg. Minni mitt þrýtur fljótlega eftir að pabbi mætti allt í einu heim til Hugins til að sjá hvað væri í gangi. Við sátum þá eins og englar í goody fíling. Stuttu seinna uppgvötaði ég vodka og fann hoppu-prik. ATHUGIÐ – Ölvun og hoppu-prik eiga ENGA samleið SÉRSTAKLEGA EKKI innandyra. Það er einhver staðar á þessum tímapunkti sem minnið fer algjörlega. Ég fæ það svo aftur þar sem ég er á Hótel Loftleiðum að prútta hótel herbergi niður úr 21.000 íslenskum nýkrónum niður í 6.000. Af hverju ég var að því, jahhhh það er nú það.

Þegar ég heimsótti svo átakasvæði kvöldsins og sá myndir og video upptöku af kvöldinu þá er ég eiginlega hálf fegin því að minni mitt er ekkert alltof gott, því þessi video upptaka var helskemmd. Þar má meðal annars sjá beran rass á XXXX (ekki á mér) og mann (XXXXXX) með pönnuköku spaða að flengja rassinn (ekki ég heldur). Og hávaðinn er svo mikill að við hefðum farið létt með að yfirgnæfa fuglabjargið við Dýrhólaey. Þegar að ég labbaði um átakasvæðið þá rakst ég á brotna kertaskál. Við nánari athugun fann ég svo aðra. Þá mætir Huginn á svæðið og kemst að því að brjóstið af lítilli styttu er dottið af (Hvaða helsjúki perri hefur verið þar á ferð?egill). Við enn nánari athugun var horn brotið af einhverju listaverki sem þýðir að mamma hans hugins mun fá morðglampa í augun þegar að hún sér þetta.(NOTE to self:Ekki halda partí – forðast hugins mömmu í óakveðin mjög langan tíma).

Svo var bara haldið á sjóinn þar sem fiskaðist ágætlega vel og ég slapp við að brenna matinn í fyrsta skipti í langan tíma ef undan er skilið uppstúfið, kolinn, kartöflumúsin og hakkið. En þetta er allt að koma.

Svo fékk ég dúndurgleðisprell fréttir. Ég mun vera frjáls maður í SÍÐASTA LAGI 20. september MÚHAHHHAHA MÚHAHAHAHHA engin meiri sjór. Þá mun ég liggja í leti í einhvern tíma og svo ákveða framhaldið.

ACHTUNG ACHTUNG
Vegna minnisleysis hefur því verið ákveðið að neyta ekki áfengra drykkja fyrr en á menningarnótt. Þá er hugmyndin að byrja á Ingólfshóli ca.21 og taka svo pöbbaskrið út um allt. ÞANNIG EKKI HRINGJA Í MIG OG REYNA AÐ DRAGA MIG Á FYLLERÍ – HEYRIRU ÞAÐ HEIMISH

Svo var það vanalega rútinan, fara með óléttuglaðningin til Önnu. Í þetta skiptið var það gullfalleg Dúfa sem var keypt í einhverju viðbjóðslegu gallerí. Til að gera hana enn fallegri þá máluðum við örlítið á hana. Það var bara ein lítil svört stjarna.
Svo keyptum við líka fisk fyrir egil. Í þetta skiptið alveg einstaklega fallegan fisk, Fiðrildafisk.
Og akkúrat núna er verið að klippa egil hahha það verður fyndið. Síðast þegar að hann var klipptur fyrir mjög mörgum árum þá var það ég sem tók í faxið hans og klippti það. Ég klippti svo skakkt að hann þurfti að fara á rakarastofu og láta laga það. Hann kom til baka eins og eineggja tvíburi prins Valíant.

Næsta skref er svo bara sjórinn og klámmyndagláp. Ojjjjj ekki að nenna því. Hvernig er það, hvar er hægt að ná sér í kellingu? Ég er að verða helskemmdur af þessu klámmyndaáhorfi, meira að segja þorskarnir eru farnir að vera áhugaverðir.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?